Fréttir

26 jan. 2009

Forsala SVAK 2009

Forsala SVAK fyrir sumarið 2009 er komin á netið.   Um fyrri hluta forsölu er að ræða, eða þær ár sem SVAK er með leigusamninga um.  Seinni hluti forsölunnar, í þeim ám sem SVAK hefur í umboðssölu hefst svo um miðjan febrúar. 

ATH - verð eru óbreytt frá því í fyrra.

 

Aðeins þeir félagsmenn sem hafa greitt félagsgjöld ársins 2008 geta sótt um, ennþá er hægt að greiða þau.  Framboð og umsóknarform er að finna undir tenglinum forsala hér til hliðar.

Félagsmenn hafa tvær vikur til að sækja um daga í forsölu eða til miðnættis 5. febrúar.
Þá hefur úthlutunarnefnd tvær vikur til að fara yfir umsóknir eða til 19. febrúar.
Í framhaldinu er úthlutun send til félagsmanna með tölvupósti og hafa kaupendur þá tvær vikur til að greiða leyfin.
Gert er ráð fyrir að almenn sala hefjist 10. mars. Með veiðikveðju
Stjórn SVAK

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.