Fréttir

12 jan. 2009

Hofsárkynning

Þriðjudagskvöldið 13. janúar munu Ragnar Hólm og Ármann Helgi kynna mönnum "leyndardóma" Hofsár í Vesturdal í Skagafirði. munu þessir menn (meistarinn og fúskarinn) fara yfir sína upplifun á ánni síðasta ár og láta uppi væntingar sínar til hennar næsta sumar.
Skemmtilegheitin byrja kl.20.30 í Framsóknarhúsinu við Hólabraut og eru að sjálfsögðu allir velkomnir.
Hofsá í Vesturdal Skagafirði.

Hofsá er innarlega í Vesturdal í Skagafirði um 330 km frá Reykjavík og 130 km frá Akureyri . Veiðisvæði árinnar er uþb 25 km langt og er uppistaða veiðinnar sjógengin bleikja þó veiðist þar sjóbirtingur og stöku lax . Ekki eru til neinar áreiðanlegar veiðitölur fyrir síðustu ár . Hofsá Rennur í vestari jökulsá en á uppruna sinn upp undir Hofsjökli úr vötnum og lækjum þar í kring áin er nokkuð mikið vatnsfall og er stundum jökullituð en í hana rennur Fossá sem kemur úr Hofsjökli en ofan við ármót Fossár er Hofsáin alltaf tær á 5 til 6 km svæði og heitir þá Runukvísl upp að Runufossi sem er efsti veiðistaður .
Aðgengi og aðstaða

Aðgengi að ánni er ágætt alveg inn að bænum Giljar en þar fyrir innan er ráðlegt að vera á fjórhjóladrifnum bílum helst jeppum . Töluverð ganga er með efrihluta árinnar en hægt er þó að aka nálægt henni víða. Veiðihús stendur um 50 m austan við þjóðveginn og er áin um 50 m vestan við veginn. Þetta er rétt við bæinn Litlu-Hlíð, örskömmu áður en komið er að rimlahliðinu.
Frá veiðihúsi og að tæra svæðinu ofan Fossár eru um 13 km og tekur um 25-30 mínútur að aka þangað. Til að fara þangað er beygt til vinstri (suðurs) frá veiðihúsi (gegnum rimahliðið) og haldið sem leið liggur áleiðis suður Sprengisand. Þegar komið er að Þorljótsstöðum (aður en vinstri beygjan uppá sprengisand kemur) er farið beint áfram útaf veginum og ekinn áfram slóðinn þar. Sá slóði er seinfarinn og aðeins fær 4x4 bílum. Slóðinn endar við Lambavað í Hofsá, rétt ofan ármótanna. Ekki borgar sig að fara þar yfir ánna og aka lengra, heldur er best að leggja þar land undir fót.
Veiðitilhögun í Hofsá sumarið 2008.Veiðitímabil: 16 júlí til og með 20 september.

Stangafjöldi: 3 stangir seldar saman og veiðhús innifalið.


Leyfilegt agn: Eingöngu fluguveiði á öllu svæðinu en leyfilegt er að vera með kaststöng og flugu.

Ekki er leyfilegt að nota þríkrækjur.

Veiðikvóti og reglur: Til 1 september er leyfilegt að hirða 3 fiska á stöng á dag í heild 9 fiska á dag. þegar kvóta er náð má veiða áfram en sleppa verður öllum fiski . leyfilegt er að hirða einn lax á dag á hverja stöng. Eftir 31 ágúst skal sleppa öllum fiski. Veiðimönnum ber skylda til að lengdar, þyngdarmæla og kyngreina allan drepinn fisk, ásamt því að lengdarmæla verður allan fisk sem sleppa á og skrá samviskusamlega í veiðibók.

Daglegur veiðitími: 7–13 og 16–22 (16. júlí. – 19. ágúst.) 7–13 og 15–21 (20. ágúst. –20 sept)
Veiðimenn mega haga veiði og hvíldartíma að vild innan 12 klst reglu. STANGIR ERU SELDAR SAMAN Í HEILUM DÖGUM OG MEGA VEIÐIMENN KOMA Í HÚS KVÖLDIÐ FYRIR VEIÐIDAG EFTIR KL 22.00. ÞEIR SEM ERU AÐ HÆTTA ÞURFA AÐ YFIRGEFAVEIÐIHÚS FYRIR ÞANN TÍMA.

Tilmæli frá Árnefnd Hofsár.

Skylt er að sleppa allri bleikju stærri en 45 sm með framtíð bleikjustofns veiðisvæðisins í huga og umfram allt að ganga vel og snyrtilega um ánna og náttúru hennar og aka aldrei utan vegaslóða. sem fyrir eru .


Veiðimenn eru vinsamlegast beðnir um að virða veiðireglur og fyrirkomulag
Alvarleg brot á þeim geta þýtt brottrekstur frá öllum veiðisvæðum SVAK.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.