Fréttir

05 jan. 2009

Meira um laxveiðar á vetri

Vangaveltur manna um það hvort að rýmka megi veiðitíma í hafbeitarám munu vafalaust eitthvað velkjast áfram eftir fréttaflutning á ólöglegum laxveiðum tveggja manna í Ytri Rangá á Nýjársdag. Viðkomandi veiðimenn töldu sig vera í rétti og töluðu um “úreltar” reglur um veiðitíma.

 

Það má vel koma fram í þessari umræðu að hinar meintu úreltu reglur voru settar árið 2006 eftir mikinn og góðan undirbúning og voru einmitt hafbeitarárnar þungamiðja í þeim reglubreytingum sem þá voru gerðar. Það er því kannski einum of að kalla reglurnar úreltar, nær væri að nefna að það saki ekkert að endurskoða reglurnar og mögulega breyta þeim aftur ef þurfa þykir.

Við VoV-arar munum reyna að fá einhverja góða menn á VMSt til að tjá sig um eitt og annað í þessu máli á næstu dögum. Eins og t.d. hvort að þeir telji tilefni til að endurskoða reglur um veiðitíma hafbeitaráa, og svo eitt og annað um hrygndan lax, t.d. hvenær hann skrýðist aftur silfurbúningi sínum. Enn fremur um hvað sé vitað um hrygningarferli laxa í Ytri og Eystri Rangá.

Rangárflúðir í Ytri Rangá. Mynd Heimir Óskarsson.

Tekið af Vötn og Veiði

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.