Fréttir

18 des. 2008

Vetrardagskrá SVAK

     Þá er loksins hægt að birta hina margumræddu vetrardagskrá Stangveiðifélags Akureyrar. Það fer ekki á milli mála að margt skemmtilegt verður í boði bæði verklegt, fræðandi, styrkjandi og andlega þroskandi! 

Vetrardagskrá SVAK:

Árkynning Hofsár, 13.01.09.
Þar munu ýmsir fræknir veiðimenn segja frá kynnum sínum af ánni, m.a. Ragnar Hólm, Steinar Beck og Ármann Guðmundsson.

Eyjafjarðará, 27.01.09.
Þá mun Högni Harðarson kynna rannsóknir og stýra umræðum um Eyjafjarðará. Er náttúran að breytast en veiðimaðurinn ekki?

Fluguhnýtingar, 10.02.09.
Þá munum við fá í heimsókn sannkallaðan snilling í fluguhnýtingum, Engilbert Jensen, og mun hann sýna okkur ýmis töfrabrögð sem hann er með í farteskinu.

Árkynning Ólafsfjarðarár, 24.02.09.
Þessi perla hefur stimplað sig inn í hjörtu margra veiðimanna. Við munum fá nokkra þeirra til að fræða okkur um ána og bleikjuna þar lifir.

Veiðimálastofnun, 10.03.09.
Flestir veiðimenn þekkja hann Guðna Guðbergsson, deildarstjóra hjá Veiðimálastofnun. Hann mun hemsækja okkur og halda fyrirlestur um rannsóknir stofnunarinnar, horfur í stangveiðinni og framtíð veiðifélaga og leigutaka.

Meðferð á afla, 24.03.09.
Það er ekki nóg að kunna að veiða fisk, einnig þarf að meðhöndla hann rétt og matreiða. Valinnkunnir menn koma og sýna okkur vinnubrögðin við að blóðga, flaka, frysta, matreiða og framreiða fisk.

Líffræðifyrirlestur, 21.03.09.
Veiðimenn velta oft fyrir sér hinni margbrotnu flóru ætis í ferskvatni. Fáir þekkja hana betur en þeir Gísli Már Gíslason og Jón S. Ólafsson vatnalíffræðingar. Við munum njóta nærveru annars þessara reynslubolta.

Flugukastnámskeið, 8. og 15. mars 2009.
Byrjendanámskeið í flugukasti sem verður í umsjón hins þekkta veiðimanns Pálma Gunnarssonar. Sjá nánar í auglýsingu hér á vefnum.

Flugukastnámskeið, 29. og 5. apríl 2009.
Framhaldsnámskeið í flugukasti í umsjón Pálma Gunnarssonar. Sjá nánar í auglýsingu hér á vefnum.Einnig stendur til að halda kynningu: "Hjálp í viðlögum" í Sundlaug Akureyrar og magnað þurrflugu-kvöld og verða þessir atburðir auglýstir með góðum fyrirvara. Ég vil biðja menn að virða það að ekki er allt komið á hreint með fyrirlesara og einnig geta dagsetningar breyst lítillega. Við munum ávallt hafa heitt á könnunni og bjóða upp á léttar veitingar.

Með jólakveðju,

Fræðslu- og skemmtinefnd.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.