Fréttir

16 des. 2008

Lyfjaþolin laxalús greinist í laxeldi í Noregi

Hagsmunasamtök í Noregi vara við því að laxalúsafaraldur geti brotist út í villtum laxastofnum þar í landi eftir að lyfjaþolin laxalús greindist í nokkrum laxeldisstöðvum.

Samtök veiðiréttareigenda hafa í kjölfarið krafist þess að ekki verði gefin út fleiri leyfi til laxeldis á meðan að lúsapestin varir, auk þess sem að allar reglur um starfsemi laxeldisfyrirtækja verði endurskoðaðar.

Laxalús sem virðist ónæm fyrir lyfjagjöf og bólusetningu greindist á fjórum laxeldisstöðvum í Noregi að því er kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá veiðiréttareigendum, stangaveiðifélögum og bændasamtökum í Noregi. Hagsmunasamtök vara við því að um mjög alvarlegt vandamál geti verið að ræða og skora á norska sjávarútvegsráðherrann að grípa til aðgerða. Telja þau að faraldur geti brotist út og hafa sent Helgu Pedersen, sjávarútvegsráðherra Noregs, erindi þar sem skorað er á hana að bregðast við þannig að villtum laxastofnum verði ekki stefnt í voða. Bólusetning við laxalús og lyfjagjöf gegn henni er mikið notuð aðferð í baráttuna við lúsina í laxeldi í Noregi. Þetta hefur orðið til þess að hún hefur náð miklu þoli gegn þessum aðferðum og orðið harðgerðari en áður.

Vonast er til þess að stjórnvöld bregðist við með auknum fjárlögum til rannsókna og að reglugerðir um starfsemi laxeldisstöðva verði hertar.

Mynd; Myndin fylgdi yfirlýsingunni sem um ræðir. Á henni má sjá hve mikið tjón lúsin vinnur á laxfiski.

Tekið af SVFR

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.