Fréttir

10 des. 2008

Ályktun Landssambands stangaveiðifélaga

Landssambandi veiðifélaga hefur borist meðfylgjandi texti og tillaga frá aðalfundi Landssambands stangveiðifélaga.


.

Íslendingar ganga nú í gegnum miklar þrengingar efnahagslega og er veiðileyfamarkaðurinn engin undantekning frá öðrum mörkuðum hvað það varðar. Hrun bankanna, alþjóðleg fjármálakreppa og miklar sveiflur á gengi íslensku krónunnar hafa skapað aðstæður á veiðileyfamarkaði sem engan gat órað fyrir. Núna er ljóst að hagsmunaaðilar verða að snúa bökum saman í viðleitni sinni að verja auðlindina og veiðileyfamarkaðinn.


Á fundi stjórnar Landssambands stangaveiðifélaga, sem haldinn var 9. desember, var fjallað um hina afar viðsjárverðu stöðu sem upp er komin á íslenskum veiðileyfamarkaði í kjölfar gjörbreyttra aðstæðna í íslensku efnahagslífi. Veiðileyfi hafa hækkað mjög mikið undanfarin ár, eðlilegt er við núverandi aðstæður, að þær hækkanir gangi að hluta til baka. Fyrirsjáanlegt er að veiðimenn dragi stórlega úr veiðileyfakaupum verði verð hækkuð. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun:

Stjórn Landssambands stangaveiðifélaga hvetur veiðifélög og veiðiréttareigendur til samninga við leigutaka um að lágmarka það tjón sem fyrirsjáanlegt er við núverandi aðstæður. Það er allra hagur að hægt sé að ná samningum sem báðir aðilar eru sáttir við. Vísitölutryggðar hækkanir á veiðileyfum eru ekki boðlegar og þær verður að taka úr sambandi á meðan efnahagskreppan gengur yfir. Allir verða að leggjast á árarnar svo komast megi hjá markaðslegu hruni sem engum er hagur í.

 

 
Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.