Fréttir

23 nóv. 2008

Frágangur veiðibúnaðar yfir vetrarmánuðina

Hvernig litu veiðigræjurnar út þegar farið var af stað síðasta vor?

Ert þú kannski ein(n) af þeim sem henda dótinu inn í skáp á haustin og hugsar "þetta reddast" eða hugsar bara ekkert um það?

 

Næstkomandi þriðjudagskvöld kl. 20:30 munum við hittast í Framsóknarhúsinu og fara yfir það sem gera þarf við veiðibúnað fyrir veturinn, við vitum alveg hvað þessir hlutir kosta og það er fullkomlega þess virði
að eyða tíma í að fara yfir búnaðinn að hausti og koma því þannig fyrir að hann skemmist ekki. Pálmi Gunnarsson mun ausa úr viskubrunni sínum um meðferð á línum, stöngum og öðrum búnaði.
Einnig verða vörur þessu tengdu til kynningar á svæðinu.

Fræðslu og skemmtinefnd.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
26.9.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
26.9.2020
Svæði 4a fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
26.9.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.