Fréttir

16 nóv. 2008

Aukaaðalfundur SVAK

Aukaaðalfundur SVAK
Fundarboð

Aukaaðalfundur Stangaveiðifélags Akureyrar verður haldinn þriðjudaginn 18. nóvember 2008 í Framsóknarhúsinu (ZION), Hólabraut 13, kl. 20:30

Fundarefni:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Kosning um tillögu stjórnar um niðurfellingu inntökugjalds
3. Umræður um framtíð félagsins
4. Önnur mál

Allir skuldlausir félagsmenn hafa atkvæðisrétt og rétt til setu á aukaaðalfundi.
Forsendur aukaaðalfundar:

Heimilt er í lögum SVAK að boða til aukaaðalfundar telji stjórn brýna nauðsyn bera til. Stjórn SVAK taldi brýna nauðsyn til á þrennan máta:

1. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu hefur stjórn SVAK hug á að fella niður inntökugjöld og hætta við fyrirhugaða hækkun á félagsgjöldum, slíkt verður ekki gert nema með samþykki aðalfundar.

2. Síðasta vetur lagði stjórn SVAK mikinn metnað í auka framboð veiðileyfa, aðeins lítill hluti þeirra seldist til félagsmanna SVAK. Stjórn vill því fá fram umræður og skýrt umboð frá félagsmönnum um hvert skuli stefna í veiðileyfaframboði. Dugir það félagsmönnum að SVAK bjóði eingöngu uppá veiði í Ólafsfjarðará? Eða á SVAK að leita hófanna víðar? Á SVAK að leita að stórri laxveiðiá til leigu? Byggt á reynslu sumarsins gæti Ólafsfjarðara dugað.

3. Mikil umræða hefur spunnist um fyrirkomulag veiða, hver er vilji SVAK-félaga þar? Vilja SVAK-félagar sjá veiðisvæði sem eru eingöngu flugusvæði? Eða vilja SVAK-félagar sjá svæði þar sem allt agn er leyft? Hvað með veiða/sleppa?
Akureyri, 06.11.2008

Stjórn SVAK

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.