Fréttir

20 okt. 2008

Veiðigæði á Íslandi

Málþing um stöðu og þróun stangveiði
Haldið 25. október á Grandhótel Reykjavík
klukkan 16-18


Haldið af Landssambandi stangveiðifélaga, Landssambandi veiðifélaga og Veiðimálastofnun

Á þessu ári eru 50 ár liðin frá stofnun Landsambands Veiðifélaga en þau eru heildarsamtök veiðiréttareigenda. Af þessu tilefni verður efnt til málþings laugardaginn 25. október undir yfirskriftinni:
Um þriðjungur landsmanna eða fast að 70 þúsund einstaklingar stunda stangveiði í ám og vötnum landsins ár hvert. Margir stangveiðimenn hafa sterkar skoðanir á veiðimálum enda um helsta áhugamál margra að ræða. Málþingið er sérstaklega ætlað þessum hópi sem og hópi veiðiréttarhafa sem hafa einnig ríkulegra hagsmuna að gæta. Málþingið mun horfa til skipulags veiðimála hér á landi, veiðigæða, veiðistjórnunar og stöðu þekkingar þar að lútandi. Leitast verður við að svara mörgum af þeim spurningum sem brenna á veiðimönnum og hagsmunaaðilum en auk þeirra hafa framsögu fulltrúar Veiðimálastofnunar.
Veiðigæði má skilgreina sem þá upplifun sem einstaklingurinn hefur af veiðiskap, þar með talið að njóta náttúrunnar og samfélags við aðra veiðimenn. Veiðigæði eru oftlega skoðuð í ljósi þess verðs sem greitt er fyrir að njóta þeirra.

Dagskrá

Er stangveiði náttúruupplifun eða fíkn á uppsprengdu verði? Afstaða veiðimanns.
Bjarni Júlíusson Stangveiðifélagi Reykjavíkur

Mikilvægi veiðihlunninda og verðlagning þeirra. Verðmæti til framtíðar eða tímabundinn fengur?
Óðinn Sigþórsson formaður Landssambands Veiðifélaga.

Lagalegt umhverfi veiðimála hér á landi – Þáttur í eflingu veiðihlunninda!
Árni Ísaksson, forstöðumaður Lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu

Líffræðilegar forsendur veiðinýtingar og veiðistjórnunar. Liggur framtíðin í fluguveiði til að veiða og sleppa eða hafbeitarveiði knúna af seiðasleppingum?
Sigurður Már Einarsson deildarstjóri Veiðimálastofnun

Þekking á vistfræði laxfiska hér á landi og færni við nýtingu þeirra. Hvað höfum við lært og hvað skortir á?
Sigurður Guðjónssonforstjóri Veiðimálastofnunar

Pallborðsumræður
Fundarstjóri Ingólfur Þorbjörnsson formaður Landssambands Stangaveiðifélaga.

Málþingið öllum opið meðan húsrúm leyfir. Enginn aðgangseyrir.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.