Fréttir

06 okt. 2008

70 ára sögu Veiðimannsins lýkur um helgina, í bili a.m.k.

Verslunin Veiðimaðurinn í Hafnarstræti er nú á síðustu metrunum, útsalan sem þar hefur staðið yfir að undanförnu lýkur um helgina og þar með lýkur 70 ára sögu veiðivöruverslunar á þessum stað.

María og Ólafur, kaupmenn í Veiðimanninum.

Ritstjóri VoV er nógu gamall til að muna eftir versluninni á öndverðu horni, Tryggvagötumegin, en síðar skipti hún um horn. Verslunin verður ævinlega kennd við brautryðjandann Albert heitinn Erlingsson sem lagði áherslu á Hardy og ABU. Albert var mjög sérstakur maður og hafði sínar skoðanir á málunum. Man ég til dæmis eftir því að hafa keypt í Hardy verslun í Lundúnum grafít fimmu, 7,5 feta sem var ansi mikil bylting á þeim tíma. Var alltaf kölluð “prikið” á mínu heimili. Þótt hún væri veigalítil með eindæmum þá vorum við í fjölskyldunni oft að veiða á hana lax, sérstaklega í ám með smærri laxi, en þó þurfti á stundum að landa með henni löxum sem voru upp í 9-10 pund og það voru svaðalegar glímur.

Enn má gera fínustu kaup á þessari eyri....og það lokar klukkan 16 á sunnudag.

Ég eyddi nær öllum peningunum mínum í stöngina og lifði á samlokum í Lundúnaferðinni fyrir vikið. Seinna brotnaði stöngin þar sem hún lá á eyri við Pottinn í Álftá og eiginkonan þrammaðii fram og aftur um eyrina keðjureykjandi eftir að hafa misst 10-12 punda lax sem hafði slitið við vindhnút. Og steig óvart ofan á hana. Þá fór ég í Veiðimanninn til Alberts með brotin og bað hann að panta samskonar stöng. Slíka stöng hafði hann aldrei keypt inn og hann velti brotunum milli handa sinna. “Þetta hlýtur að vera skemmtileg silungastöng, en heldur veigalítil samt finnst mér,” sagði hann. Ég svaraði: “Jú, hún er frábærlega skemmtileg í siilunginn, en skemmtilegust er hún í laxinn.” “Ekki ertu að nota svona stöng í laxveiði’” svaraði karlinn þá og fann ég að það hafði þykknað hratt í honum. “Jú, og það er voða gaman,” svaraði ég, aðeins til baka, en þá fauk gríðarlega í karlinn og hann hélt langan reiðilestur yfir mér um hvernig ætti að veiða lax og á hvernig stangir. Ég afréð að þegja og kinka kolli, en karlinn sannfærðist ekki og nánast rak mig á dyr!

En þetta var bara bóla. Svona var karlinn og ég hætti ekkert að versla við hann. Og hann pantaði stöngina fyrir mig og stöngina á ég enn í dag. Hún er kölluð “prikið” ennþá og að vísu erum við að mestu hætt að veiða lax með henni. Notum hana mest í sjóbleikju og staðbundinn silung. Feiknalega skemmtileg stöng sem hefur staðið tímans tönn, en við erum að tala um stöng sem var keypt, sú fyrri, fyrir um 30 árum eða svo.

Tekið af Vötn og Veiði

BHA

 

“Jú, útölulok í Veiðimanninum Hafnarstræti 5 verða um helgina en síðustu útsölunni í bænum lýkur á sunnudag. Verslunin verður opin til klukkan 18 í dag, föstudag, 10 til 16 á morgun, laugardag og 12 til 16 á sunnudag en þá lýkur 70 ára verslunarsögu Veiðimannsins í miðbæ Reykjavíkur að minnsta kosti um sinn. Það er búið að vera mikið að gera og enn er hægt að koma og gera frábær kaup” sagði Ólafur Vigfússon í samtali við VoV í dag.

 

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.