Fréttir

29 sep. 2008

Góð skot og stórir fiskar í Tungufljóti

Við heyrðum í fólki sem var að ljúka veiðum í Tungufljóti á hádegi í dag. Veiðin var fremur róleg og skilyrði lengst af erfið. Hollið landaði þó nokkrum fiskum og sumir þeirra voru rígvænir. Í veiðibók hefur verið færður 21 punda dreki.
Hópurinn veiddi sem sagt nokkra fiska, 9 stykki og þar af voru þrír laxar og sex birtingar. Þrír birtinganna voru 10, 11 og 12 pund, þannig að Fljótið er að skila sínum venjulegu risum á land. Þann 14.9 bókaði Guðmundur Hilmarsson 10,5 kg sjóbirting á svartan Tóbí í veiðistaðnum Syðri Hólma. Það er sá stærsti í fljótinu í nokkuð langan tíma, alla vega í haustveiði, en í vorveiðinni, þegar öllu er sleppt, er bókaður 93 cm risi, einnig í Syðri Hólma.


Fallegur Tungufljótsbirtingur kominn á þurrt.

Annars hafa samkvæmt upplýsingum komið nokkur prýðileg skot í hléum á milli vatnavaxta, en mjög mörg holl hafa lent í því að ein eða fleiri vaktir hafa verið óveiðandi. Haustveiðin hefur gefið 191 birting og 32 laxa. Nú styttist í október þegar bestu göngurnar hafa komið síðustu haustin. Spurnin ghvað gerist núna. Vorveiðin var einnig góð og eru skráðir 98 birtingar í bók og einn hoplax. Margir birtinganna voru mjög stórir, þeir stærstu 93 cm sem er ígildi 20plús punda fisks í góðum holdum.

Það er mikil suguplága á þessum slóðum eins og margoft hefur komið fram. Eitt hollið fékk t.d. gríðarlega öflugt skot í Syðri Hólma og landaði þar 18 birtingum. Þar af voru 13 sugubitnir. Þrír af sex birtingum í síðasta holli og einn lax af þremur voru og bitnir. Er með ólíkindum að VMSt hafi ekki getað fengið fé til að halda áfram rannsóknum á ófögnuði þessum.

Tekið af Vötn og Veiði

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.