Fréttir

25 sep. 2008

Að taka eða vera tekinn

Okkur var sögð skemmtileg veiðisaga í veiðihúsinu í Grímsá í fyrrakvöld. Þar voru menn að kasta milli sín veiðisögum og þá kom þessi hérna fljúgandi, en hún er mjög sniðug.

 

Ekki náðum við í hvaða á þetta gerðist að öðru leyti en því að þetta var á vestanverðu landinu og átti sér stað í sumar. Tveir félagar voru við veiðar þegar annar þeirra setti í fallegan lax og var með fluguútgáfu af þýskri Snældu, á þríkrók númer 12. Eftir snarpa orrustu sleit laxinn tauminn og hvarf á braut.

En aðeins í bili. Örstuttu seinna var sögumaður að flengja hylinn með hefðbundinni túpuútgáfu af sömu Snældunni þegar lax var á og fór mikinn. Æddi laxinn brjálaðaur fram og aftur og var mönnum ekki um sel í fyrstu, en brátt kom þó í ljós að laxinn var ósköp venjulegur ársgamall lax úr sjó. En hann var með túpu-Snælduna í sporðstæðinu og í kjaftvikinu leyndist síðan fyrrnefnda flugu-Snældan. Það má því segja að annað hvort taki laxinn Snælduna eða að Snældan taki laxinn!

Þýska Snældan er mögnuð fluga. Mynd gg.

Tekið af Vötn og Veiði

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.