Fréttir

23 sep. 2008

Fréttir af sjóbirtingsslóðum

Veiði hefur gengið vel í Eldvatnsbotnum í haust samkvæmt upplýsingum frá árnefnd. Hafa nú þegar um 100 fiskar verið skráðir til bókar allt að þrettán pundum.

Veiðimenn sem voru að koma úr Tungu-Bár sendu okkur línu en samkvæmt þeim þá er talsvert af fiski undir þrátt fyrir erfiðar aðstæður þar eystra.Samkvæmt Snorra Tómassyni árnefndarmanni í Eldvatnsbotnum þá gengur veiði vel. "Ég hringdi áðan í Kjartan bónda í Botnum og spurði um veiðina í Eldvatnsbotnum. Veiðin hefur glæðst mjög undanfarið og hafa menn verið að veiða ágæta sjóbirtinga svo og lax og jafnvel bleikju, en óvenju mikið er um lax á svæðinu að sögn Kjartans. Hafa hollin að undanförnu verið að fá 1-2 laxa auk birtinganna. Rúmlega 100 fiskar eru skráðir í veiðibókina á stangirnar tvær og er veiðin mun dreifðari en fyrri ár þegar Breiðan var aðalveiðistaðurinn. Heljarhylur hefur komið mjög sterkur inn í sumar. Stærsti fiskurinn er 13 punda og nokkrir 8-9 punda fiskar hafa veiðst. Laxinn er 5-6 pund og bleikjan hefur verið þetta 2-3 pund og þar af er ein skráð með steinsugubit. Sex fiskar eru alls skráðir með steinsugubit sem er í minna mæli en á mörgum öðrum stöðum á suðausturlandi. Að lokum sagði Kjartan að veiðimenn væru upp til hópa þeir sömu sem kæmu ár eftir ár og færu þeir yfirleitt alltaf ánægðir heim." Skrifar Snorri í pósti til okkar.Marvin Ingvason fór við annan mann á veiðisvæði Tungu-Bár í Vola og sendi okkur línu. "Við vorum tveir félagar á veiðisvæði Tungubár (svæði 2, voli) Það var rigning, rok, skítakuldi og meira að segja haglél um morguninn. Áin var eins og drullupollur eftir allar rigningarnar og skyggni í henni ekkert. Við höfum aldrei verið þarna áður og fórum því að blindleita eftir fisk, það er skemmst frá því að segja að svæðið stóð alveg fyrir sínu og var töluvert af fiski í áni, bæði nýgenginn sjóbirtingur og staðbundinn urriði. Við vorum að í 7-8 tíma eða þangað til við vorum orðnir hundblautir og kaldir. Við fórum frá svæðinu með bros á vör um kl 18, þá búnir að landa 10 fiskum 1-2kg á 2 stangir en setja í miklu fleiri, og meðal annars búnir að missa tvo mjög stóra birtinga ekki undir 3 kg. Það er frekar erfitt að landa fiski þarna því bakkarnir eru háir, en við félagarnir kjósum að nota ekki háfa við okkar veiðar, viljum frekar gefa fiskinum meiri möguleika á að "sleppa sér sjálfir". Allir voru þeir veiddir á flugu, black ghost, nobblera og flæðamús.

Mynd; Fallegir sjóbirtingar úr Tungu-Bár.

Tekið af SVFR

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.