Fréttir

19 sep. 2008

Vart við Steinsugubit í laxi á Vesturlandi

Síðla sumars hefur örlað á Sæsteinsugubiti á laxi í ám Vestanlands. Hingað til hefur bit sugunnar að mestu einskorðast við Suðurland, og þá helst á sjóbirtingi í ám kringum Vík og Kirkjubæjarklaustur.

Um miðjan ágústmánuð fékkst mjög illa bitinn fiskur í Norðurá í Borgarfirði og fyrir skömmu fékkst fimmtán punda lax í Laxá í Kjós sem var mjög illa farinn af biti.Vont er ef þessi plága ætlar að færa sig vestar á bóginn of herja á laxveiðiár að auki, því nógu slæmt er ástandið orðið á sjóbirtingsslóðum eystra. Á meðfylgjandi mynd má sjá illa bitinn lax úr Norðurá í Borgarfirði. Laxinn fékkst þann 13. ágúst síðastliðinn og líkt og sjá má eru augljós merki eftir Steinssugu á fiskinum. Ljósmyndina tók Grétar Þorgeirsson veiðivörður.

Nú um mánaðarmótin fékk Sverrir Þorsteinsson oft kenndur við Cafe Milano fimmtán punda hæng í Klingenberg í Laxá í Kjós. Laxinn var það illa farinn eftir sugubit að ekki var hægt að sleppa honum aftur í ána eftir viðureign við veiðimann.

Tekið af SVFR

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.