Fréttir

17 sep. 2008

Veiðifréttir úr Hofsá

Skruppum tveir í Hofsá 14.september sem reyndist hin mest skemmtun.
Vöknuðum í fína veiðihúsinu kl 7 græjuðum okkur til og keyrðum svo upp með ánni þangað sem hægt er að keyra.
Frá þeim stað er um 1klst ganga upp að efsta veiðistað sem er Runufoss, frekar jöfn og auðveld ganga. Þegar upp að fossinum var komið sáum við strax að það var töluvert af bleikju í Fosshylnum. Við reyndum í nokkra stund við hana en höfðum ekki nema þrjár 1-1.5p bleikjur úr honum og nokkrar minni. Við gáfumst upp á að reyna við þær þarna og heldum niður gilið, gangan niður að bíl tók um fimm klukkustundir með veiði í glæsilegu gili. Til að gera langa sögu stutta þá veiddum við 14 bleikjur á leiðinni niður gilið og voru fiskar í flestum stöðum en fór minnkandi þegar neðar dró. Bleikjurnar voru flestar á bilinu 1-2p en ein líklega rúm 4p ( 50cm ) feit og pattaraleg. Merki var í einni bleikjunni og hafði hún samkvæmt merkingarbók verðið merkt í Fosshyl um 10 dögum fyrr en við fengum hana í hyl rúmum kílómeter neðar. Fiskurinn virðist því vera að þvælast töluvert á milli hylja.
Skemmtileg veiði og gaman hefði verið að veiða í Hofánni sjálfri en það var líklega verið að þvo steypubíla einhverstaðar uppi á hálendi þannig að hún var óveiðandi.

SRB

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.