Fréttir

12 sep. 2008

Laxá í Mý: Fjaraði út og lakara en í fyrra

Óopinber lokatala af urriðasvæðinu í Laxá í Mývatnssveit er 3.129 stykki að sögn Jóns Eyfjörð Friðrikssonar sem rýndi í veiðibækurnar í gærkvöldi. Veiðin fór bærilega af stað í vor sem leið, en uppúr miðju sumri dalaði veiðin og var talað um niðursveiflu.

Mynd: Jón Eyfjörð sleppir einum ekkert svakalega stórum í Laxá fyrr í sumar.

 


Kastað á einn flóann. Vindbelgur í baksýn.

Að sögn Jóns Eyfjörð er þetta um það bil miðlungsgóð veiði og lakari heldur en mörg síðustu sumur. Meðal annars sumarið í fyrra, en sem dæmi voru komnir 3.300 urriðar í bók í fyrra þann 13.ágúst er birtar voru tölur á vefnum www.laxa.is Sem fyrr segir fór veiðin alveg bærilega af stað, en fljótlega varð þess vart að þunnir fiskar voru innanum í veiðinni og þó að bitmý rifi sig upp þá vantaði samt uppá eðlilega tíðni. Uum og uppúr miðju sumri varð áin smátt og smátt tærari er þörungar hurfu úr henni og veiðin þvarr. Jafnvel kunnugir lentu í vandræðum að setja í fiska og lengi vel voru það vart aðrir en kunnugir sem þó veiddu yfir höfuð eitthvað. Jón Eyfjörð sagði að undir lokin hefði mest borið á smáum fiski, 35 til 42 cm og var sérstaklega mikið um ca 40 cm fiska sem voru frá 1,5 pundum upp í 2 pund, allt eftir holdafari. Í sumar veiddust þó stórir fiskar að vanda, 9 til 10 punda boltar, m.a. í Geirastaðaskurðinum.

Tekið af Vötn og Veiði

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.