Fréttir

12 sep. 2008

Enn einn hrikalegur stórlaxinn af Nesveiðum

Það er nánast orðið daglegt brauð að greina frá stórlaxaveiði af veiðisvæði Ness- og Árness í Aðaldal.

Á síðari vaktinni í gær fékkst ógurlegur lax á túninu fyrir landi Knútsstaða. Laxinn var 105 sentimetrar, og veginn 12 kíló í háf leiðsögumanna. Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd þá er haus laxins stærri en höfuð veiðimannsins.Þessi stóri fiskur fékkst í Knútsstaðalandi, nánar tiltekið á svokallaðri "Beygju" ofan við Knútsstaðahúsin. Það tók veiðimanninn aðeins um 30 mínútur að yfirbuga tröllið sem var orðið mjög legið og líklegast einhverjum pundum þynnri en er hann gekk ferskur úr hafi snemma í sumar. Laxinn tók fluguna "Randy Candy" númer 6. en flugan sú var hnýtt af Íslandsvininum Klaus Frimor sem starfar sem leiðsögumaður hluta af sumri á Nesveiðum. Það var veiðimaðurinn Nuno Alexandre Bentim, oftast kenndur við Tapasbarinn, sem landaði þessum mikla laxi. Að sjálfsögðu óskum við honum til hamingju með laxinn.

Samkvæmt upplýsingum úr Veiðiheimilinu í Árnesi þá fara laxar tíu kíló og stærri af svæðinu að fylla þriðja tuginn í sumar.Ljósmynd; Árni Pétur Hilmarsson

Tekið af SVFR

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.