Fréttir

05 sep. 2008

Mikið veiðist af stórlaxi

Óvenju mikið virðist vera af stórlaxi á þeim slóðum sem þeirra er helst að vænta. Á svæðunum kringum Árnes í Aðaldal hafa veiðst sautján laxar tíu kíló og stærri það sem af er sumri, flestir þeirra upp á síðkastið.

Stórlax fékkst í Svalbarðsá í Þistilfirði fyrir skömmu og heppinn veiðimaður landaði 94 sentimetra laxi úr Hítárá á Mýrum í gærmorgun, en laxar yfir tíu pundin eru ekki algengir á þeirri verstöð.


Mynd; Stórlax úr Eyrarhyl, 102 sentimetra hængur. Veiðimaðurinnn er Ægir matreiðslumaður úr Veiðheimilinu í Árnesi. Ólafur Helgi Kristjánsson matreiðslumaður sem einnig starfar í veiðihúsinu er á efri myndinni með um tíu kílóa hæng úr Presthyl

Á Nes- og Árnesveiðum er tala laxa sem vega tíu kíló og stærri nú þegar orðin merkileg. Sautján laxar sem ná þessu marki hafa veiðst og enn er septembertíminn eftir. Stígandi hefur verið fjölda þessara laxa upp á síðkastið og hængurinn greinilega orðinn grimmari með haustinu. Stórlax lax fékkst í Svalbarðsá í Þistilfirði í fyrradag. Það var Jón Þ. Jónsson sem fékk laxinn í Laxhyl og mældist hann 102 sentimetrar og álitinn um 23 pund. Þá fékkst vænn lax í Grettisstillum í Hítará á Mýrum í gærmorgun, og er þar líklegast á ferðinni einn stærsti laxinn úr ánni í all nokkur ár. Laxinn fékk líf eftir 45 mínútna baráttu, og má sjá mynd af laxinum hér að neðan.


Myndir; Jón Þ. Jónsson með drekann úr Svalbarðsá.- Að neðan er 94. sentimetra lax úr Grettisstillum í Hítará á Mýrum.

Tekið af SVFR

BHA

 

 

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.