Fréttir

01 sep. 2008

Annar stórlaxanna úr Fnjóská

Eftir því sem við komumst næst hafa tveir stórir laxar fengist úr Fnjóská það sem af er tímabilinu.

Áin hefur skilað á land 400 löxum á móti 346 löxum allt tímabilið í fyrra en talsvert lifir af vertíðinni enn. Okkur áskotnuðust myndir af öðrum stórlaxanna sem náðst hafa en sá lét sig hafa það að fara um kílómeter niður ána með veiðimann í eftirdragi og var landað eftir tveggja og hálfs klukkutíma baráttu.

 

Það var Kristján Guðjónsson fyrrverandi formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem náði öðrum þessara laxa í Stekkjarhyl þann 1. ágúst síðastliðinn. Kristján og félagar hafa marga fjöruna sopið í viðskiptum sínum við stórlaxa en þessi fer líklegast í sögubækurnar. Laxinn tók tommustóra Francistúbu og mátti Kristján hlaupa um einn kílómetra á eftir laxinum sem var feiknasterkur hængur. Tók viðureignin bæði á veiðimann og lax enda mátti þreyta fiskinn í tvo og hálfan klukkutíma uns honum var landað en Fnjóská er einkar hagstæð stórum löxum á færi. Laxinn var tíu kíló.

Tekið af SVFR

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
26.9.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
26.9.2020
Svæði 4a fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
26.9.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.