Fréttir

28 ágú. 2008

Laxveiðin í sumar slær öll met..

Fimmtíu þúsund laxar eru komnir á land það sem af er sumri og slær það öll fyrri met. Orri Vigfússon formaður Verndarsjóðs villtra laxa segist reikna með að þeir laxarnir verði sextíu og fimm þúsund alls. Orri segir marga þætti ráða úrslitum um meiri veiði, meðal annars, hafbeit og sleppistefnu sem gerir það að verkum að sami laxinn er jafnvel veiddur þrisvar sinnum.
                                    
                                                                                                                                                                                       

Verð á veiðileyfum á laxi hefur rokið upp á síðustu fjórum til fimm árum vegna stóraukinna umsvifa banka og fjármálamanna í öllum stærstu ám landsins. Orri Vigfússon segir eðlilegt að fjármálamenn sæki í að bjóða viðskiptavinum sínum að njóta þess besta sem Ísland hefur uppá að bjóða. Nú megi ætla að þeir haldi sig til hlés en það hafi varla áhrif á verðið. Vellauðugir útlendingar bíði á línunni og verði nú meira áberandi á árbökkunum en áður.

-esf-

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.