Fréttir

28 ágú. 2008

Húseyjarkvísl: Enn koma tröll þar á land

Þeir eru duglegir að senda okkur fréttaskot og myndir, leigutakarnir og leiðsögumennirnir í Húseyjarkvísl í Skagafirði og bara gaman að því, enda veiða men þá oft stóra þar. Nú kom t.d. 101 cm hængur og sjóbirtingur sem hefur ugglaust verið einhver 14-16 pund.

Sendingin var frá Ólafi Ragnari Garðarssyni leiðsögumanni, en hanns krifaði okkur eftirfarandi: “Var að koma heim úr þriggja daga veiði í Húseyjarkvísl með þeim Garðari Smárasyni, Gunnari Ármanssyni og Guðmundi Karli Marínóssyni.


Gunnar var heitur í túrnum og er hér með 82 cm sjóbirting. Veiðin byrjaði rólega enda lítið vatn í ánni og vorum við að reyta upp einn og einn fisk þar til það byrjaði að rigna á mánudeginum en þá byrjaði ballið. Það byrjaði að rigna um hádegi og um 4 leytið, þegar við byrjuðum að veiða var búið að hækka verulega í ánni og hún var aðeins byrjuð að litast. Við tókum strax þrjá úr sama hylnum og reistum heilan helling á okkar stöng. Á meðan við vorum að fá þessa fiska setti Gunnar Ármansson í fisk í Laxhyl sem reyndist svo vera einn af stærstu löxum sem veiðst hafa í ánni, hann tók litla black and blue og stóð viðureignin í 2 klst og korter, laxinn var 101 cm og hann hefur þá væntanlega verið um 20 pundin.


Garðar Smárason með 83 cm hrygnu.


Daginn eftir náðum við tveimur löxum og tveimur birtingum, 63 cm og 82 cm og var það hann Gunnar sem náði þeim stærri. Hollið náði að landa 11 löxum frá 64 cm og uppí 101 cm og 5 birtingum frá 50 cm upp 82 cm. Komnir eru rúmlega 140 laxar úr Húseyjarkvísl sem er ágætt miðað við í fyrra en þá vorum rúmlega 100 laxar komnir upp.

Mynd 1: Gunnar Ármannsson með 101 cm hænginn úr Húseyjarkvísl. Myndir allar frá Ólafi Ragnari Garðarssyni.

Tekið af Vötn og Veiði

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.