Fyrir skemmstu veiddist þó stærsti laxinn á Iðu og þó það væri ekki tuttugu pundari þá var það heljarmikill og flottur hængur.
Aö sogn Sævars Arnar Hafsteinssonar sem er félagi í veiðiklúbbnum Mokveiðifélag Skagafjarðar voru þeir félagar aðeins einn dag á Iðu þar sem flest holl eru í einn og hálfan dag, en þeir hafi eigi að síður náð þar metveiði sumarsins, 16 löxum, auk eins sjóbirtingsins. „Það hafa víst ekki veiðst svona margir í einu holli fyrr í sumar. Stærsti laxinn var 96 cm hængur sem Hörður B. Hafsteinsson veiddi og honum var gefið líf,“ sagði Sævar í skeyti til VoV, en Sævar tók myndina sem hér birtist haf Herði. Lesendur geta séð meira um Iðuveiði Mokveiðifélagsins á http://veidimenn.com
Hörður B Hafsteinsson með stórlaxinn á Iðu. Mynd Sævar Örn Hafsteinsson.
Tekið af Vötn og Veiði