Fréttir

20 ágú. 2008

Meira af stórlöxum

Enn eru stórlaxar mál málanna og hver af öðrum veiðist. Síðustu fréttir eru þó af hefðbundnum stórlaxaslóðum, eða úr Laxá í Aðaldal og Vatnsdalsá. Sama daginn í Vatnsdalsá veiddust t.d. 96, 97, 97 og 101 cm laxar í Hnausastreng. Þá hafa menn séð laxa í Laxá sem eru svo stórir að talað er um að sleppa öllum spekúleringum um vigt. Kannski veiðast þeir í haust og verða þá vigtaðir í háfum leiðsögumanna.

Benedikt leiðsögumaður í Vatnsdalsá segir á vef Vatnsdælinga eftir helgarvaktirnar: „Í síðustu viku fengust 12 laxar sitt hvora morgunvaktina og sumir hverjir alveg hrikalegir. Hvað segið þið um eftirfarandi seríu sem fékkst í Hnausstreng á fyrri vaktinni í gær: 55, 62, 63, 65, 77, 80, 81, 82, 82, 85, 96 og 101 sm? Þess má geta að sami veiðimaðurinn fékk tvo stærstu fiskana. Fyrir utan þetta þá fékkst 97 sm fiskur í Hnausa seinni vaktina í gær.“ Aldeilis glæsilegt það. Myndin er af veiðimanni með 101 cm hæng úr Hnausastreng og er hún fengin af www.vatnsdalsa.is

16 punda úr Vitaðsgjafa, Bubbi í góðu formi.

Í Laxá í Aðaldal eru menn dag hvern að gapa af undrun, þetta sagði Bubbi Morthens í skeyti sem hann sendi okkur: „Sælir. Var að koma úr Aðaldanum. Sendi myndir, fyrsta frá Vitaðsgjafa, 16 punda veginn, mældur 92 sentimetrar. Annar var á Skriðuflúð ,15 pund veginn, mældur 90 sentimetrar. Þriðji var 16 pund á Núpafossbrún, 16 pund veginn, en gleymdi málbandi. Daginn eftir fór ég niður Presthyl ásamt Pétri í Nesi skyggndum við Skerflúðir ásamt Presthylnum. Stóðum við uppi og létum bátinn reka. Getur Árni Pétur staðfest að við sáum gríðalegt magn af stórlaxi, klárlega 20 um 20 pundin og 3 laxa sem voru það stórir að það þýðir ekkert að nefna tölur. Þarna var gríðalegt magn af 2 ára laxi milli 10 og 20 pundin að við teljum. Ég setti í nokkra laxa um og yfir 20 pundin sem sluppu. Nes svæðið er með laxa í öllum hyljum og ævintýrin bíða.“

mynd 1: Bubbi Morthens með 15 punda hrygnu af Skriðuflúð.

Tekið af Vötn og Veiði

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.