Fréttir

12 ágú. 2008

Góð veiði í Hörgá.

Góð bleikjuveiði hefur verið í Hörgá síðustu daga og til að mynda veiddist þessi fallega 6 punda bleikja á fiskidaginn mikla og var það við hæfi.

Veiddist hún á bleikan Nobbler frá honum Sveini fluguhnýtingarmeistara og er það ekki ofmælt að hún er undraskæð í bleikju þessi fluga, reyndar nota ég hana oft með góðum árangri á sjóbirtingsveiðum og þá vanalega hnýtta freka smáa eða á öngul nr 10. Svo er eitt enn við flugurnar hans Sveins sem gerir þær betri en flestar þær flugur sem ég hef reynt, þær endast lengur, enda vandlega og vel hnýttar.


Hörgá hefur verið frekar lituð það sem er af sumri en þó hafa menn verið að gera góða veiði og virðist vera góður gangur í ánni. Einnig fréttist af veiðimönnum fyrr í vikunni sem gerðu fína veiði á svæði 4b sem er efsta svæðið Hörgárdalsmegin og nær upp að Básfossi. Barká rennur þarna í Hörgá við Bug og kemur mestur liturinn þar í hana. Þar fyrir ofan er áin yfirleitt mjög tær.


ÞB

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.