Fréttir

11 ágú. 2008

Sugubitinn birtingur í Rangárþingi

Það er ekkert lát á fréttum af sugubitnum sjóbirtingum og nýjustu fregnirnar eru ekki frá Vestur Skaftafellssýslu heldur úr Rangárþingi. Birtingar sem veiðast að sumarlagi eru oftar en ekki með opin og blæðandi sár, en þegar haustar eru sárin oftast gróin.

Nýjasta dæmið er úr Eystri Rangá.

Við heyrðum sem sagt í veiðimanni sem var hálfan dag í Eystri Rangá í lok vikunnar. Átti hann þrjá fyrstu tímanna á svæði 0 sem er m.a. Ármót Eystri Rangár og Þverár. Þar fékk hann tvo mjög væna sjóbirtinga, pattaralega fiska yfir 60 cm. Annar var illa bitinn, með tvö opin og blæðandi sár. Við þetta má bæta frétt af vef SVFR þar sem sagt er frá 14 punda birtingi sem veiddist í Eldvatnsbotnum fyrir nokkrum dögum. Var hann sömuleiðis með blæðandi sugugat. Nú fer sjóbirtignsveiðin að taka við sér og verður fróðlegt að sjá hvort að aukning verði í sugubitum, eða hvort einhverskonar jafnvægi sé komið á.

Mynd: Sæsteinssuga. myndin er fengin af vef Sandgerðisbæjar.

Tekið af Vötn og Veiði

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.