Enda flestir sammála um að verð á laxveiðileyfum séu í engum takti, gaman að veiða lax en þegar dagurinn kostar augun úr manni og enginn sé maður með mönnum nema að hann hafi þyrlu til snattferða fer maður að efast um gildi sportsins. Þessi félagi skrapp uppá heiði og naut sín til botns, þurfti reyndar að rölta töluvert eftir bráðinni og hvarlaði að honum að stundum gæti verið þægilegra að vera með þyrlupróf og eiga svo sem eina þyrilvængju, en áfram gekk karl og fékk laun erfiðis síns.
þB