Fréttir

07 ágú. 2008

Laxveiði gengur vel á Jöklusvæðum!

Það hefur verið góður gangur á neðri hluta Jöklu sl. viku eða á veiðisvæði sem kallað er "Jökla I og Fögruhlíðará".

Hátt í 40 laxar eru komnir á land nú þegar þrátt fyrir frekar litla nýtingu til þessa. Einn dagur í þessari viku gaf t.d. 8 laxa þegar fullbókað var með öllum 4-6 stöngum. Mest hefur veiðst í Laxá og í Jöklu sjálfri í nágrenni við ós hennar. En einnig í Kaldá og Fögruhlíðará hafa veiðst laxar. Nú er aðaltíminn eftir og veitt verður til loka september. Jökla er blátær og fallegt veiðivatn þessa dagana. En um miðjan ágúst má búast við yfirfalli úr Hálslóni og þá verður Jökla sjálf ill-eða óveiðandi ef af verður. En allar þverár hennar eru ávallt tærar og ekkert sem stendur í vegi fyrir að stunda veiðar í þeim og árósum þeirra að Jöklu áfram út veiðitímabilið.

Efri hluti Jöklu ofan þjóðvegar er tilraunasvæði sem kallað er "Jökla II "og verður aukin nýting á það svæði fram að yfirfalli og spennandi að sjá hvort laxinn veiðist þar á næstu dögum.

Mynd: Frá Laxá sem rennur í Jöklu en þar hefur verið ágæt laxveiði þessa vikuna.

Frétt Strengir

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.