Fréttir

06 ágú. 2008

Heiðursfélagi SVAK.

Hinn ungi veiðimaður sem landaði 17 punda laxinum úr Vatnsdalsá var gerður að heiðursfélaga hjá SVAK enda strák ekki fisjað saman. Er ekki á hverjum degi sem laxar af þessari stærðargráðu hlaupa á færið hjá manni og þurfa margir að bíða ansi mörg ár eftir svona fiski.
Hvað um það! Styrmir sá alfarið um að setja í tröllið og landa því. Tók laxinn hitchtúpu nr 12 og var takan ansi hressileg, en strákur var svellkaldur og beið eftir réttu augnabliki að negla laxinn. Slagurinn við risann var langur og strangur og þurfti hinn ungi veiðimaður að vaða yfir Vatnsdalsánna með stökkvandi stórlax á færinu. En stákur hafði sæmilegan aðstoðarmann í karli föður sínum sem fygldi honum hvert fótmál og reyndi að vera honum til gagns en hann er enginn annar en Ingólfur Ásgeirs, sonur Ásgeirs heitins Ingólfssonar sem var einn helsti hvatamaður, ásamt Asley Copper, um veiða og sleppa aðferðina. 
Eftir löng átök fór veiðimanni að þreytast enda þá búinn að krossa ánna og spurning hver væri að hafa betur. Aðstöðarmanninum fór þá ekki að lítast á blikuna en strákur stóðst prófið og landaði þessum gullfallega fiski. . Það er kannski rétt að geta þess að það tók pabba Styrmis a.m.k. 15 ár að ná þessari stærð sem strákurinn landaði í sínum fyrsta alvöru veiðitúr. Þess ber að gæta að Styrmir er sjötta kynslóð úr þessari fræknu veiðifjölskyldu. Laxinum var að sjálfsögðu sleppt með bros á vör og eitt er víst að veiðigyðjurnar Asley Cooper og afi Styrmis brosa breitt yfir árangri guttans.
Við óskum Styrmi til hamingju með frábæran árangur.
ÞB

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.