Fréttir

05 ágú. 2008

Hvað gerir ein stór demba?

Hvað gerir ein demba? Hvað þá stór demba, eins og hitabeltislægðan Berta sletti yfir okkur á dögunum. Menn tala um að það hækki í ánum og aukinn hressleiki í rennsli gerir göngum og veiði gott.

En í veiðiveðursbloggi Einars Sveinbjörnssonar sem birst hefur reglulega á mbl.is í sumar eru athyglisverðar upplýsingar um hvað hér er í raun á ferðinni.

Á dögunum mátti lesa eftirfarandi færslu hjá Einari: “Víða um landið sunnan og vestanvert mældist úrkomumagnið í nokkrum tugum millimetra og lætur nærri að sums staðar hafi þetta verið um og yfir helmingur allrar þeirrar úrkomu sem fallið hefur í sumar. Það var ansi fróðlegt að sjá ólík viðbrögð í rennsli. Þannig rauk Norðurá úr rúmum 3 rúmmetrum á sek upp í um 23 á nokkrum klst. á meðan Rangárnar nánast högguðust ekki.

Hækkun vatnsborðsins var svo lítið að hún sást bara á mælum. Enda er eðli dragáa eins og þeirra í Borgarfirði allt annað en lindánna á Suðurlandi s.s. Rangánna en þær koma undan hrauni og eru meira háðar langtímasveiflum í grunnvatni fremur en einni og einni úrkomuskvettu.“

Allt um það, það er gaman aðs vona statistík og gaman að sjá fjallað um málefnið af svo mikilli þekkingu.

Tekið af Vötn og Veiði

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.