Fréttir

02 ágú. 2008

Mýrarkvíslin kom á óvart

Nokkrir veiðifélagar, Sigurður Kristjánsson, Valgeir Skagfjörð, Árni Júlíusson, Gestur Matthíasson, Magnús Sveinsson, Viktor Gestsson og fleiri voru að koma úr Mýrarkvísl, sem tók afar vel á móti þeim. “Höfðum fréttir af því fyrirfram að áin væri fisklaus, en góðan daginn!!!! Annað kom á daginn,” sögðu þeir félagar.

Mynd: Vænni hrygnu úr Mýrarkvísl sleppt á ný.

VoV fékk að heyra veiðisöguna og er hún eftirfarandi: “Byrjuðum skipulega á að skanna ána með Sunray Shadow, allir sem einn, 3 stangir, og fylgdum því síðan eftir með skipulögðum veiðum á þeim veiðistöðum, hvar við urðum fiska varir daginn áður. Í raun var aldrei spurning um fiskleysi í ánni, eins og okkur hafði verið tjáð, miklu frekar að reyna að staðsetja þá fiska sem við urðum varir við, og eða þá við veiddum.


Það er fallegt við Mýrarkvísl.

Skemmst er frá að segja að við mokveiddum, sáum fiska um allt og framhaldið lofar góðu. Gætum giskað á að um 200 fiskar væru þegar í ánni, bíðandi eftir veiðimönnum morgundagsins. Lentum í fjölbreyttum veðuraðstæðum sem sannfærðu okkur enn betur um mikilvægi þess að sólin, vinur okkar allra, væri kannski eftir allt ekki vinur veiðimannsins. Það mætti kannski halda fram með rökum að vanir menn veiddu betur í ánni, en staðarhaldari reddar þeim hlutum. Enginn ætti að fara úr þessari á fisklaus, - það er nokkuð ljóst!


Kröpp gljúfur eru á kafla í neðanverðri ánni.

Tvennt var það sem kom okkur rosalega á óvart, annars vegar fiskmagnið í ánni og hins vegar hversu mikið magn var af tveggja ára fiski. Að okkar mati ca. 15% Ótrúlegt en satt. Eftir allt sem sagt var.

Og þrátt fyrir margrómaða náttúrufegurð þessa svæðis, kom okkur mest á óvart hversu fjölbreytileg áin var og hversu auðvelt aðgengið er að henni. Þó mætti leigtaki vanda betur merkingar á veiðistöðum og samræma það veiðikortum sem í veiðihúsinu eru. Engin frágangssök þó, að okkar mati. Verðum að lokum að minnast á að aðstaða í veiðihúsinu er bara frábær, uppbúin rúm og þrif innifalin í veiðileyfi. Bara snilld. Hvetjum alla fluguveiðimenn til að prófa Mýrarkvísl, ókrýnda drottningu Þingeyjarsýslu (þó verðlögð væri) og óskum leigutaka sem og leigusala til hamingju með frábærar aðstæður og góða veiði.”

Tekið af Vötn og Veiði


Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.