Fréttir

27 júl. 2008

Laxá í Aðaldal: Drottning með flotta endurkomu

Laxá í Aðaldal er miklu betri í sumar heldur en í fyrra. Munar þar miklu og er vissulega útlit fyrir því að áin skili miklu, miklu betri veiði en í fyrra.

Þá er það altalað hversu mögnuð meðalvigtin er í sumar þó að það kunni að breytast með vaxandi smálaxagöngum nú síðsumars. Á miðvikudagskvöld voru komnir 288 laxar úr ánni.


288 laxar er 179 löxum meiri veiði heldur en á sama tíma í fyrra. Þessar tölur eru af vef LV, www.angling.is og eru því traustar og réttar. Vikuveiði til miðvikudagskvölds í Laxá var 112 laxar. Heildarveiðin í fyrra var 1.055 og er sú tala í hættu í ár. Það hefur auðvitað orðið mikil breyting á veiðifyrirkomulagi í Laxá. Mönnum þótti tími til kominn að gera eitthvað þar sem áin var á hraðri niðurleið. Nú er aðeins veitt á flugu og öllu sleppt í nánast allri ánni. Hvort sem að það er að skila þessum bata eða betri skilyrði í lífríkinu skiptir ekki öllu máli, það er bara gaman að fá Laxá aftur í gang.

Við heyrðum í Ríkharði Hjálmarssyni, einum af mörgum tíðindamönnum okkar í vikunni, en hann var þá nýkominn úr Laxá. Ríkharður sagði: „Ég var að koma af ættarmóti úr Aðaldal og skruppum við í einn dag á svæði 5 og 6 sem eru Hagabakka. Fengum við 2 laxa, hæng 95 cm og hrygnu 80 cm. Það fer ekki á milli mála að sá gamli hafi kennt guttanum sitthvað á sínum tíma og hafi jafn gaman af. Bróðir pabba hann Pétur í Fornhaga var staddur á hinum bakkanum, nánar tiltekið á Stíflunni, þegar ég þreytti hænginn og hélt allan tíman að sá gamli hefði sett í laxinn og landað en ekki ég. Hann þrætir enn! Svo líkir erum við feðgar við veiðar og ekki leiðum að líkjast. Ég steig mín fyrstu skref í veiðinni með Pabba og voru laxar af þessari stærð ekki fréttir í þá daga heldur bara þokkaleg veiði. Annarstók ég lax með mér í dalinn sem ég veiddií Ytri Rangá til að leyfa þeim bræðrum að smakka Því lax er ekki drepin þar í dag og þykir mörgum það súrt. En ég held að þeim takist að komast yfir það þegar Drottninginn fer að sína sitt rétta andlit eins og hún tók á móti okkur. Sá stóri tók black sheep nr. 12 og tók roku niður í ræsi eins og þeir gera flestir að þessari stærð og þá er nauðsinlegt að vera fljótur uppúr ánni þegar þeir taka og hlaupa eins og andskotinn á eftir þeim því maður ræður fjandakornið ekkert við þá.“

Á myndnni hér að ofan er Ríkharður að sleppa hængnum stóra, en Hjálmar pabbi hans er til halds og trausts. Ríkharður baðst forláts á myndgæðunum, en sagði hana tekna á gsm-síma því betri græjan hafi verið í bílnum á hinum bakkanum. Ríkharður á þó mynd af laxinum þó frekar slök sé, allt of oft í sumar höfum við á VoV frétt af veiðimönnum sem hafa verið að sleppa sínum stærstu löxum á ferlinum hafandi gleymt myndavélinni heima, uppi í bíl, eða í veiðihúsinu. Myndavél er orðin jafn mikilvæg og rotarinn var forðum, er það var lenska að drepa þessa stóru fiska.

Tekið af Vötn og Veiði

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.