Fréttir

24 júl. 2008

Norðurá: 132 laxar, metveiði á einum degi

Einmitt þegar við erum farnir hér á VoV að velta fyrir okkur hvort að allar .þessar metveiðitölur séu ekki bráðum að verða að hálfgerðum ekkifréttum þá rata inn nýjar sem eru með jafnvel meiri ólíkindum en þær síðustu. Einhvern tíman hefði 132 laxa holl í Norðurá þótt toppveiði á topptíma. En í GÆRDAG EINUM SAMAN veiddust í ánni 132 laxar og verður fróðlegt að heyra hvað umrætt holl veiðir marga á endanum.

Meldingu um þessa gríðarlegu veiði í Norðurá fengum við í nótt frá Haraldi Eiríkssyni markaðsstjóra SVFR og leiðsögumanni, sem er við leiðsögn við Langá, en era ð sja´lfsögðu tengdur útum allt eigi að síður. Við heyrum eflaust eitthvað nánar af þessari feiknalegu veiði þegar frá líður. En um Langá sagðist Haraldur ekki vera með tölur í kollinum, en þar væri “veiðin eins og hún allra best getur orðið” Þar hafa verið að veiðast 70-80 laxar á dag a´undanförnu og kann að hafa aukist eftir að veðrið breyttist. Það er stutt í að Langá losi þúsund laxa og Norðurá er fyrir löngu búin að því og var raunar fyrst íslenskra áa til þess í ár.

Mynd: Strippað yfir Réttarhyl í Norðurá. Mynd Heimir Óskarsson.

Tekið af Vötn og Veiði

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.