Fréttir

23 júl. 2008

Víðidalsá í 20 punda klúbbinn

Það er rífandi veiði í Víðidalsá líkt og annars staðar og áin hefur nú bæst í hóp þeirra mörgu sem hafa gefið 20punda-plús laxa, en “Binni í Vinnslustöðinni” veiddi m.a. þennan 98 cm drjóla sem allir hljóta sjá af þykktinni að er að lágmarki 10 kg, eða 20 pund. Og þetta er lax númer tvö af þeirri stærðargráðu síðustu daga.

Mynd: Hér er Binni að pósa með laxinn, sem er óþreyjufullur.....

 


Og tekur viðbragði. Það er ekki gott að halda svona tröllum þegar þau rífa sig af stað!

Stefán Sigurðsson sölustjóri hjá Lax-á sendi okkur myndirnar og með þeim var skeyti frá Hjalta Björnssyni leiðsögumanni sem var þarna á staðnum. Skeytið er svohljóðandi: “Hér eru myndir af Binna í Vinnslustöðinni með þann stóra, fiskurinn tók Green butt nr 14 og kom úr Galtarnesfljóti. Það eru margir stórir laxar í Víðidalnum núna og ástandið betra en mörg undanfarin ár. Sennilega þarf að fara ein átta ár aftur í tímann til að sjá svipaðar tölur. Þetta gefur veiðunum að sjálfsögðu aukna spennu og eftirvæntingu, hver taka gæti verið einn af þessum stóru eða bara 4 punda bleikja!”


Og hér er allt í hershöndum. Gaman að ljósmyndarinn hafi ekki farið af límingunum og haldið áfram að filma!

Okkur telst nú til að þær ár sem gefið hafa 20plús laxa það sem af er sumri séu nú ellefu talsins, en auk Víðidalsár eru það Víkurá, Breiðdalsá, Laxá í Aðaldal Laxárfélagssvæði og Nessvæði, Hofsá, Vatnsdalsá, Selá, Blanda, Fnjóská, Eystri Rangá og Kjarrá. Þá eru þetta orðnir a.m.k. 25 laxar í það heila. Það er varla minnst lengur á 16 til 19 punda laxa lengur í fréttum.

Tekið af Vötn og Veiði

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.