Fréttir

21 júl. 2008

Mæling á stórlaxi í uppnám: Frúin flakaði laxinn og hundurinn át hausinn!

Við greindum frá enn einum stórlaxinum á þessu sumri í gærmorgun og veiddist sá í Eystri Rangá á laugardaginn. Höfðum við eftir vef Lax-ár að um 106 cm ríflega 21 punds lax væri að ræða.

Það eitt er víst að hann vary fir 20 pund, því mælingarnar fóru að ýmsu leyti á “ská” eins og Einar Lúðvíksson, umsjónarmaður árinnar, orðaði það í skeyti til okkar. En af myndinni að dæma þá er þetta feiknalegur bolti.

Annars er atburðarásin er varðar mælingu á laxinum meiri háttar! Einar skrifaði: “Mælingarnar á þessum stóra hæng fóru nú eitthvað á ská, veiðimaðurinn var svo þreyttur eftir bardagann að hann hætti snemma og fór í bæinn án þess að bóka. Fiskurinn var síðan vigtaður 10,6 kg. á baðvigt en eins og menn vita sýna þær yfirleitt of lítið. Fiskurinn var aldrei lengdarmældur því þegar veiðimaðurinn reis seint úr rekkju á laugardeginum hafði eiginkonann flakað fiskinn þá um morguninn til að geta komið honum í kæli og téður hundur sem ( er sjálfur 11 kg.) sést á myndinni étið hausinn þannig útilokað var að endurtaka neinar mælingar. Þetta sýnir í hnotskurn erfiðleika þá sem veiðiverðir glíma við til að halda nákvæmar veiðibækur en undirbúnar höfðu verið aðgerðir á laugardeginum til að fá nákvæmar mælingar gerðar á fiskinum þar sem hann var staddur í Hafnarfirði.”

Annars, aðeins nánar afr þessum laxi. Veiðimaúr var Steinar Björgvinsson og vveiddist laxinn í Hrafnaklettum.

Tekið af Vötn og Veiði

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.