Fréttir

15 júl. 2008

44 punda lax á flugu - met!

Þórarinn Sigþórsson setur met í Rússlandi

Þórarinn Sigþórsson tannlæknir, setti í þann STÓRA í Rússlandi þann 30 júni s.l. Sá STÓRI var viktaður af leiðsögumanni 44 pund og er að sögn leiðsögumanna við ánna til 11 ára sá stærsti sem veiðst hefur þar á flugu.

Það sem meira er að þeir vita ekki til þess að svo stór lax hafi veiðst í Yokanka, að minnsta kosti s.l. 11 ár!
Þetta er ótrúlega stór lax eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Í samtali við okkur sagði Þórarinn að laxinn hefði tekið Cascade nr. 6. “Þetta var löng og erfið viðureign eins og hver önnur barátta við stórlaxa. Það þarf gríðarlega mikla tækni til að ná svona ferlíki á land. Það þýðir ekkert að reyna að halda við, maður leyfir honum að fara og vonast til að hann snúi við ? að honum langi ekkert að fara úr hylnum. Eftir baráttuna fórum við með þennan vin minn í (laxinn) í læk sem rann í ánna, þar var kaldara vatn og meira súrefni. Eftir klukkustundarmeðferð var hann kominn með nægan mátt og gat þá synt aftur út í hylinn sinn.”

Þórarinn fékk laxinn í Yokanga á svæði sem kallað er Upper Nord Camp, 30 júní 2008. Hann líkir vatnmagni þarna á við vatnsmagn í Soginu en rennsli er allt öðru vísi, brattara, hraðara og svo eru stöðuvötn á milli. Tveir veiðimenn deila með sér einum leiðsögumanni og einum bát. Helmingur veiðinnar er frá landi og þannig var það með þenan lax hann var veiddur frá landi.

Tekið af Vötn og Veiði

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.