Fréttir

13 júl. 2008

Vel heppnuð hópferð

Hin árlega "hópferð" á Skagaheiði var farin um helgina og þótti mjög vel lukkuð þótt hópurinn væri heldur smár. Fjórir SVAK-félagar mættu á heiðina hjá Ketu og undu hag sínum vel þar í tvo sólarhringa eða svo. Þeir fengu alls kyns veður, ágæta veiði og eru allir staðráðnir í að fara aftur að ári.

Fiskurinn var af ágætri stærð, bæði bleikja og urriði, frá hálfu pundi upp í tvö pund eða rúmlega það. Svartur Killer gaf besta raun og mest af fiskinum fékkst í Selvatni og Urðarselstjörn. Líklega komu félagarnir fjórir heim með um 20 fiska. Kofinn á heiðinni hefur nú þegar verið bókaður fyrir næstu hópferð 2. júlí 2009.

Á myndinni að ofan eru félagarnir fjórir við Urðarselstjörn. Talið frá vinstri: Halldór Ingvason, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Benedikt Sveinbjörnsson og Ragnar Hólm Ragnarsson.

Guðmundur Ármann skiptir um flugu í þokunni í Kelduvatni.

Ágæt bleikja úr Urðarselstjörn.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.