Leiðsögumaðurinn viktaði hana í háfnum 10,5 kg og þar með eru komnir fjórir laxar yfir 20 pund þessa vikuna! Hrygnan veiddist í Einarshyl og tók óþekkta flugu sem heitir "Robert Pearl Spesial" no 10.
En klst síðar setti John í annan lax og það á Skammadalsbreiðu og náðist hann á mynd sem er hér, sá var "einungis" 18 pund.
Dagurinn í dag 9. júlí leið án þess að risalax kæmi á land, en þó náðist einn 16 punda er sjónvarpsmenn frá RUV áttu leið framhjá Skammadalsbreiðu.
Sú viðureign var öll mynduð og sést fljótlega í fréttatíma sjónvarpsins. En vart var við svaka bolta sem eltu bæði Efri- og Neðri Beljanda, og svo stökk einn drellir í Eyjakrókum undir kvöld. En engin 20 pundari á land í dag!
Mynd: John með þann "litla", 18 punda sem fór í klakkistu.
Tekið af Strengir