Fréttir

06 júl. 2008

Hópferð á Skagaheiði

Um næstu helgi verður farin hin árlega hópferð SVAK á Skagaheiðina. Við ætlum að veiða fyrir landi Ketu og eigum pantað húsið við Skálavatn frá og með fimmtudagskvöldi. Þar eru rúm fyrir átta manns en einnig er hægt að tjalda þar í næsta nágrenni. Vegna forfalla eru nokkur pláss laus í húsinu. Veitt verður í vötnunum þarna í kring; Selvatni, Skálavatni, Kelduvötnum og Urðarselstjörn.

Í fyrra veiddum við mjög vel og þá sérstaklega í Urðarselstjörn en nú hafa borist fregnir af því að stærstu fiskarnir í sumar hafi fengist í Skálavatni og Selvatni. Við eigum eftir að láta á það reyna!

Veðurspáin er afar hagstæð því hann snýst í sunnanátt á fimmtudag og verður líklega sunnanstæður um helgina en það eru kjöraðstæður á heiðinni. Þetta er rakið tækifæri til að veiða í góðum félagsskap og kynnast góðum SVAK-félögum. Þeir sem þekkja vel til í Ketuvötnunum segja hinum til sem ekki hafa áður komið á þessar slóðir.

Félagsmenn eru hvattir til að grípa tækifærið og skella sér á Skagaheiðina um næstu helgi. Þetta er ódýr veiði og reglulega skemmtileg í fögru umhverfi og líklega yndislegu veðri. Áhugasamir hafi samband sem fyrst við Guðmund Ármann í síma 864 0086 eða Ragnar Hólm í síma 867 1000.

Góða skemmtun!

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.