Fréttir

04 júl. 2008

Dýrðardagur við Fljótaá í Skagafirði

Nokkrir SVAK félagar voru við veiðar í Fljótaá í Skagafirði í gær. Gist var kvöldið áður í afar vel útbúnu og einstaklega hlýlegu veiðhúsi og eins og vill verða í góðum hópi var kjaftað framundir morgun, endurraðað í nokkur flugubox og sagðar veiðsögur, misgáfulegar.

Stutt var síðan áin var opnuð og litlar fréttir höfðu borist af aflabrögðum, sést hafði lax og menn höfðu rekið í bleikju.


 

Hópurinn var snemma á fótum og dagurinn fagnaði mannskapnum hlýr og bjartur, fyrsti góðviðrisdagurinn á norðurlandi um margra vikna skeið. Þegar komið var heim um miðjan dag var ljóst að áin iðaði af lífi. Í lok dags hafði hópurinn sett í 70 stórar bleikjur sem flestar fengu líf og ein 13 punda lúsug hrygna hljóp á Yellow belly flottúbu í Lönguflúð. Fljótaá er gullfalleg veiðiá, eins og teiknuð fyrir fluguveiði, með 65 merktum veiðistöðum. Magnað umhverfi, óteljandi veiðistaðir og topp aðbúnað fyrir veiðimenn er það sem bíður þeirra veiðimanna sem veiða Fljótaá. Ástæða er til að benda SVAK félögum á nokkra daga sem félagið hefur til umráða fyrir félagsmenn sína í haust.

Myndband af baraáttu við eina 4p nýgengna bleikju má sjá á eftirfarandi slóð: http://www.youtube.com/watch?v=jUkJ_z-UUuMpálmi g

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.