Fréttir

01 júl. 2008

Gærdagurinn gaf sjötíu laxa

Þrátt fyrir kulda og hávaða rok í Norðurárdal í gærdag þá kvarta veiðimenn ekki undan aflabrögðum.
Ballið byrjaði í gærmorgun þegar að stangirnar lönduðu 43 löxum fyrir hádegi.

 

Aðeins bættist við eftir hádegið þrátt fyrir að lofthiti færi niður í fjögur stig í gærkveldi, og þegar að dagur var að kveldi kominn höfðu veiðst 60 laxar á aðalsvæðinu. Að auki veiddist vel í Stekknum og þar höfðu a.m.k. fjórir veiðst fyrir hádegið. Líklegt má því teljast að Norðurá hafi gefið fast að sjötíu löxum í gærdag.Því má ljóst vera að hollið sem nú er við veiðar (27-30. júní ) mun loksins brjóta 100 laxa múrinn. Sem dæmi um hve aflabrögðin eru góð þessa stundina hefur ein stöng veiðiréttareigenda í Stekknum skráð yfir 80 laxa til bókar á fimmtán dögum, og er sá afli nær allur tekinn af Speglinum sem hefur verið loðinn af laxi síðla júnímánaðar.

Að sama skapi er Norðurá komin yfir 350 laxa veiði sem er miklu betra en á sama tíma og fyrir ári síðan. Nánast öll veiðin er fengin á smáflugur.Mynd; gengið niður gilið. Hræsvelgur í fjarska og Hvararhylur nær. Ljósmynd; Loftur Atli Eiríksson.

Frétt tekin af SVFR

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.