Fréttir

28 jún. 2008

Nokkrum dögum bætt inn í sölu

SVAK-félagar.
Nú hefur verið lokið við að senda út veiðileyfi vegna forúthlutnar. Skoðið endilega póstinn ykkar og kannið hvort leyfin ykkar eru ekki alveg örugglega í samræmi við pantanir.
Lausir dagar:
Nokkrum dögum var skilað inn úr forúthlutuninni og er þar m.a. um að ræða daga á besta tíma í Ólafsfjarðará og Hofsá. Kíkið endilega á veiðileyfasíðuna og kannið úrvalið.

Við vekjum einnig athygli á að enn eru nokkrar stangir eftir í Vatsndalsá á besta tíma, en fréttir hafa borist þaðan af óvenjumikilli fiskgengd undanfarið og seldust nokkrar stangir í kjölfarið. í Vatnsdalnum getur verið hörkusjóbleikjuveiði, staðbundinn urriði hefur veiðst vel undanfarið og svo er alltaf möguleiki að setja í þann stóra, einsog þegar Þorsteinn J tók einn 20 pd. í fyrra í byrjun ágúst. (sjá hér) En dagarnir sem SVAK á eru jú einmitt í byrjun ágúst...:)

Einnig eru lausir dagar í Brunná á frábærum tíma í ágúst og september og á silungasvæðið í Víðidalsá í ágúst og september. Sá sem þetta skrifar veiddi í allmörg ár á silungasvæðinu í Víðidal og getur vottað að ágúst- og septemberdagar þar geta verið ávísun á óviðjafnanleg ævintýri með ótrúlegum aflatölum í bleikju. Þar var algengt að fá á einum degi á tvær stangir á bilinu 50-100 bleikjur og stundum fleiri!!!. Uppistaðan var yfirleitt rígvænn geldfiskur (1-3 pd) og jafnan talsvert af stórum kynþroska fiski 3-5 pd. og allt uppí 8 pd. Á síðustu árum hefur birtingurinn svo mikið sótt í sig veðrið á þessum slóðum.

-esf-

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.