Fréttir

27 jún. 2008

Fnjóská í formi

Mikið sést af laxi og bleikju á svæði 1, í gær fengust tveir laxar, 11 og 13 punda á Malareyrinni, um 20 laxar sáust í Kolbeinspolli, lax sást á hellunni og einnig við nýju brúna. Einnig er mikið af stórbleikju að ganga og bleikjur að sjást og veiðast frá 2-6 punda. Nokkrar mun stærri hafa einnig sést en taka ekki agn veiðimann.
Fiskurinn er á hraðferð í gegnum svæðið og upp í gegnum laxastigann svo fréttir af efri svæðum ættu að fara að berast um leið og veiðimenn fara að sinna þeim.

Á milli 15 og 20 laxar hafa nú veiðst og um 20 vænar sjóbleikjur. Við tökum fram að ekki eru allir fiskar ennþá komnir í veiðibókina sem staðsett er í Lindinni og við ítrekum það við veiðimenn að skrá aflann strax að lokinni veiðiferð eða í síðasta lagi daginn eftir.

Tekið af vef Flúða - www.fludir.svak.is

Eitthvað er til af lausum dögum á næstunni.  Minnum við SVAK-félaga á að þeir fá lausa daga á innanfélagsverði Flúða, líkt og Flúðamenn njóta hjá SVAK.
-esf-

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.