Fréttir

26 jún. 2008

Veiðileyfasöluvefurinn leyfi.is

Eins og veidi.is hefur greint frá þá hefur verið stofnaður veiðileyfasöluvefurinn leyfi.is sem er sameign Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar, Selfoss og Ármanna og þar er hægt að fá veiðileyfi á svæði þessara félaga auk þess sem seld eru veiðileyfi frá öðrum.

 

 

Þetta hlýtur að teljast veiðimönnum kærkomin búbót í flóruna enda prýðisgott úrval í boði og á bara eftir að aukast.

Veiði í Hlíðarvatni í Selvogi hefur tekið góðan kipp upp á síðkastið. Í gær 23. júní voru veiðimenn að róta upp vænum fiski um allt vatn. Fiskurinn liggur djúpt og var að taka peacock alveg niður við botn. Veiðin í vatninu fór vel af stað í vor, en svo hægðist aðeins um þegar fyrsta flugan klaktist, en nú er komið jafnvægi þar á og veiðimenn hafa verið að gera góða veiði.

Í Kleifavatni hefur verið ágæt veiði og veiðimaður sem var þar 16. júní veiddi vel, 2ja til 4ra pd fiska, bæði bleykju og urriða, allt á grænan Nobbler. Bendir þetta til þess að fiskirækt í vatninu sé að byrja að skila árangri en undanfarin 3 ár hefur Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar sleppt talsverðu af urriðaseiðum í vatnið. Það er vonandi að þetta fornfræga veiðivatn ná aftur sínum fyrri sess.

Vefurinn Leyfi.is.

Tekið af Veidi.is

BHA

Mynd: Brynjar Helgi Ásgeirsson

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.