Fréttir

12 jún. 2008

Veðurspá fyrir Veiðimenn

Á veðurvef mbl.is er nú hægt að finna vikulega veðurfarspistla Einars Sveinbjörnsonar þar sem hann spáir sérstaklega fyrir um veiðiveður.

 

Mun svo verða á hverjum fimmtudegi í sumar. Pistlarnir munu birtast vikulega fram í september. Hægt er að komast í veðurvefinn frá forsíðu mbl.is og í vinstri dálki hans er að finna hnapp sem vísar á veiðiveðrið. Þetta er kærkomin nýjung fyrir okkur stangaveiðimenn og rétt að koma fram þökkum bæði til Einars svo og mbl.is fyrir þessa þörfu þjónustu. Jafnframt hvetjum við Einar til dáða með rigningaspárnar og að þær verði með reglulegu millibili út veiðitímann.Ef við grípum niður í dæmi um veðurspá Einars fyrir veiðimenn um helgina þá segir hann;"Ekki er hægt að segja að það hafi varið vætusamt það sem af er júní mánuði. En þó rigndi hressilega sl. sunnudag, einkum um sunnanvert landið. Leysing af heiðum og hálendi var snemma á ferðinni þetta árið og skolað vorvatnið að mestu úr sögunni í festum ám fyrir mánaðarmót. Vatnið hefur verið að minnka hratt t.d. í ánum Borgarfirði. Í Norðurá var það í morgun aðeins um helmingur þess sem það var við opnunina í fyrri viku. 12-13 m3 á sek er þó ágætis vatn og oft verið minna um miðjan júní í Norðurá við Stekk, en það veitti svo sem ekkert af góðum dembum á vatnasviði Borgarfjarðaránna, frá Holtavörðuheiði suður um á Uxahryggi.

Um helgina er útlit fyrir bjart sólskin um nánast allt land, mjög hægan vind og hita 15 til 18 stig að deginum. Svala sjávarþoku gæti þó hæglega lagt inn Faxaflóann og sama á við um Húnaflóann, en þokuloftið mun ekki ná inn á landi svo heitið geti. Menn skyldu ekki að missa af fallegu og kyrru kvöldveðri sem útlit er fyrir að verði á landinu öllu. Þegar líður á sunnudaginn er von á lægð. Þá hvessir af suðri og reiknað er með einhverri rigningu um kvöldið, sérstaklega um vestanvert landið.

Þeir sem vilja sjá veiðiveðrir fyrir næstu viku eru hvattir til þess að heimsækja veiðiveðurssíðuna á Mbl.is

Tekið af SVFR

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.