Tvær næstu helgar verða haldin að Sveinbjarnargerði og í Fnjóská tvö flugukastnámskeið. Enn eru laus pláss á námskeiðin. Kennarar eru heimsþekktir erlendir flugukastarar og hönnuðir veiðistanga.
Á fyrra námskeiðinu er farið yfir ýmsar kastaðferðir og leiðbeint um val á stöngum og línum. Á síðara námskeiðinu er Speyköst tekin fyrir og nýjar stangir og línur kynntar.
Nánari upplýsingar veitir Jónas í síma 862-4502.
-esf-