Fréttir

04 jún. 2008

Flottir fiskar á Arnarvatnsheiðinni

Fréttir eru farnar að berast af Arnarvatnsheiði og er búið að opna þar í það minnsta að norðanverðu.
Menn hafa veitt nóg til að halda sér á tánum og ævintýrin gerast þarna eins og annars staðar og þegar hefur eitt ferlíki uppá tveggja stafa tölu í vigt slitið sig laust.

Tómas Sigurðsson, sem tilheyrir veiðiklúbbnum 123/Sogsmenn var á Heiðinni með fleirum. Hann sagði veiðina hafa verið sæmilega og fluga væri ekki kviknuð. “Við vorum að koma ofan af Arnarvatnsheiði að norðan. Við vorum að veiða þar í gær í blíðu og það gékk sæmilega þrátt fyrir að flugan sé ekki komin á stjá. Fengun 10 fiska bæði bleikju og urriða auk þess slapp eitt 10 punda urriðatröll eftir mikil átök og boginn krók, urriðinn stökk þrisvar og hreinsaði sig.

 

Kastað á flúðir Austurár. Ekki beint vorlegt þarna, hvað þá sumarlegt!

Eiríkur Pálsson veiðvörður bað okkur að koma því á framfæri að það væri komið gsm samband á svæðinu og er síminn hjá honum 8932449,” sagði Tómas. Ugglaust geta áhugasamir fregnað meira um veiðitúrinn á heimasíðu Sogsmanna.

Af myndunum að merkja, hafa þeir félagar verið að veiðum í Austurá og eins og sjá má er sumarið skemmra á veg komið þar efra heldur en neðra og kemur ekki á óvart. Gaman verður að heyra veiðisögur af neðri hluta Heiðarinnar og hvetjum við lesendur til að senda okkur fréttir, veiðisögur og myndir.

Tekið af Vötn og Veiði

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.