Fréttir

02 jún. 2008

Snjór á Kolaskaga

Laxveiði á Kolaskaganum í Rússlandi er hafin eða átti öllu heldur að hefjast í
þessari viku því á sumum veiðisvæðum er vetur enn ríkjandi.

Veðurfar hefur verið ákaflega óhagstætt veiðimönnum í vor og við þekktustu laxveiðiána, Ponoi, var veiðitíminn færður aftur sökum þess að áin var enn á ís þegar að hefja átti veiðar þann 24. maí. Samkvæmt veiðiskrifstofunni Froniers sem rekur þekktasta veiðisvæðið á bökkum Ponoi hefur veðurfar í vor verið ákaflega óhagstætt og neyddist ferðaskrifstofan til þess að endurgreiða þeim sem ætluðu að leggja leið sína í fyrstu viku veiðitímans.Vonir eru bundnar til þess að veiði geti hafist nú um mánaðamótin þegar að önnur vika veiðitímans á að hefjast. Enn er áin þó að hluta til á ís þó svo að betur líti út með veiði á næstunni sökum hlýnandi veðurs. Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd sem fengin er af vef Frontiers þá leit Ponoi ekki veiðilega út um miðja vikuna. Samkvæmt upplýsingum frá Ryabaga svæðinu eru bátar þeir sem notaðir eru við veiðarnar enn grafnir undir snjó.Frétt tekin af SVFR

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.