Fréttir

30 maí 2008

Fleiri urriðar.

Eins og áður sagði byrjar ágætlega í Laxá ofan virkjun og virðist nóg af fiski en menn þurfa eins og alltaf að hafa fyrir hlutunum, sumir veiða vel en aðrir lítið.  En það eru fleiri fréttir að austan og eru menn byrjaðir víða hérna fyrir norðan að veiða eftir langan vetur. 

Arnarvatnsáin er kominn í 456 urriða og eru það ótrúlegar tölur, stærsti fiskurinn er um 60 cm og nokkrir á bilinu 55-58 cm.  En stærri fiskar hafa sést og veiðast á hverju ári enn stærri drekar.  Af annari þekktri stórfiskaá, Litlá í Kelduhverfi voru ágætar fréttir, er áætlað að búið sé að bóka um  250 fiska á þessu vori.

Félagi í SVAK skrapp austur í Lónsá í gær og kíkti á aðstæður, ekki var mikið af fiski en nokkrir fallegir birtingar voru skráðir en allt er að fara í gang og gæti ósinn fyllst af bleikju og birtingi við næsta fall...

En stærsti fiskurinn á þessu vori sem undirritaður hefur heyrt af veiddist í Pollinum, góðkunningi minn var að dorga á bát rétt framan við Samkomuhúsið og fékk þennan fallega sjóbirting, spikfeitan og sællegan.  Áætlaði hann fiskinn vera 8 pund. 

ÞB.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.