Fréttir

29 maí 2008

Laxá ofan virkjunar

"Menn voru ánægðir í gær og það var veiði á öllum svæðum. Ég hef aftur á móti
 ekki heyrt í mönnum í dag. Skilyrði eru mjög góð að mörgu leyti, kannski helst
að veðrið sé allt of gott, alveg upp í 20 stiga hiti.

Þetta fer því vel af stað,” sagði Hólmfríður á Arnarvatni veiðivörður við Laxá í
Mývatnssveit nú í kvöld, en veiði hófst á svæðunum ofan virkjunar í gær.
Við náðum ekki sambandi við Rauðhóla í Laxárdal, en heyrðum óstaðfest að
veiði hefði verið lífleg þar einnig.

Hólmfríður sagði að men ættu eftir að skrá veiðina og því vildi hún fara varlega
í allar tölur, en sagði fiskinn mjög vel haldinn að sögn veiðimanna og hefðu
stærstu fiskar verið um og yfir 50 cm, eða allt að 5 pundum og hefðu slíkir
fiskar veiðst bæði á Hamri og Geirastöðum.

Það er allt að gerast hérna og hlutirnir að gerast hratt. Það eru komnir rykmýbólstrar
við Mývatn sem er nokkuð snemmt miðað við síðustu ár og maður sér orðið í græna
rð,” bætti Hólmfríður við. Við komum með einhverjar tölur eins fljótt og auðið er,
líka frá Laxárdal.


Frá Arnarvatnsá.

Veiði hófst á svæðunum neðan virkjunar í vikubyrjun og var stirt fyrstu 1-2 vaktirnar,
en svo fóru men að beita smáum þurrflugum og þá varð fjandinn laus. Mikil veiði hefur
verið og vænir fiskar í bland. Umfram allt sjá menn MIKIÐ af fiski. Það er þó sem ofar,
að tölur liggja ekki á borðinu sem stendur.

Tekið af Vötn og Veiði

Allar myndir hér eru frá Jóni Eyfjörð.

BHA

 

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.