Fréttir

28 maí 2008

Brutu ekki gegn laxveiðilögum

Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað tvo starfsmenn RARIK af ákæru fyrir
brot á vatnalögum og lögum um lax-og silungsveiði með því að veita Fossá í
Þjórsárdal í annan farveg, á meðan verið var að gera við rafstreng yfir ána.

Vatnsbotn og straumstefna árinnar breyttust og gat fiskur ekki gengið um hana.

Þetta gerðist sumarið 2006. Annar mannanna tók ákvörðun um framkvæmd viðgerðarinnar og hinn tjórnaði framkvæmd hennar.

Í niðurstöðu dómsins er m.a. vísað til laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, þar sem segir að starfsmanni sé skylt að hlýða löglegum fyrirskipunum yfirmanna um starf sitt. Ekkert hafi komið fram í þessu máli annað en að mennirnir hafi báðir verið að sinna fyrirmælum yfirmanna sinna í umrætt sinn.

Þá hafi hagsmunir þeir, sem verið var að bjarga í umrætt sinn, svo og hættan sem óhjákvæmilega stafaði af biluðum rafmagnsstreng sem flutti 66kV spennu og sem lá á veiðisvæði, verið miklum mun meiri en þeir hagsmunir sem voru í húfi við að lífríki árinnar var raskað við framkvæmdina.

Vitnað er til framburðar mannanna um að þeir hefðu verið í þeirri trú, að samfara virkjunarleyfinu í upphafi og lagningu strengsins, hefði leyfi landeiganda og annarra sem að leyfisveitingum komu, veitt heimild fyrir aðkomu til viðhalds og viðgerða í framtíðinni. Því þyrfti ekki að sækja um sérstakt leyfi, né afla umsagnar sem gæti tekið margar vikur og jafnvel mánuði, til að fara í framkvæmdir vegna viðgerðar eins og ákært var fyrir.

Loks segir dómurinn, að ekki hafi verið sýnt fram á að það hafi verið skylda mannanna að sækja persónulega um leyfi en ekki yfirboðara þeirra sem tóku ákvörðun um að verkið skyldi unnið.

Tekið af MBL

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.